Tölvutek Þú færð Ducky lyklaborðin í Tölvutek! 👏
Hágæða mekanísk leikjalyklaborð fyrir þá allra kröfuhörðustu ⌨️💪
Ducky vörumerkið var stofnað árið 2008 í Taiwan. Þeir byrjuðu strax að senda frá sér vel vandaðar vörur og urðu mjög fljótlega brautryðjendur í mekanískum lyklaborðum. Öll lyklaborðin frá þeim koma með þeim eiginleikum sem nauðsynlegir eru í leikjalyklaborðum.
FN Layer með stillanlegum tökkum, N key rollover, ABS hnöppum sem eyðast ekki upp og stillanlegri baklýsingu. Svo ekki sé minnst á ábrennda og upplýsta íslenska letrið!💥
Ducky notar mekaníska svissa frá Cherry MX. Þeir eru ein þekktasta týpa svissa í heiminum og af mörgum talin hinn gullni standard af lyklaborðs svissum, vottaðir fyrir yfir 100 milljón smelli. 💯
Þeir koma í nokkrum týpum (flokkaðir eftir litum) sem eru mismunadi í stífleika, þyngd og hávaða. Enginn einn réttur sviss er réttur fyrir alla og því mikilvægt að kynna sér hvað hentar best fyrir mann sjálfan. 🔴🟤🔵
Á lyklaborðunum frá Ducky eru tvískornir ABS hnappar sem þýðir að stafirnir á lyklaborðinu eyðast ekki upp. Ducky prentar svo íslenska stafi fyrir okkur.🇮🇸
Nýjung frá Ducky eru svo þessir æðislegu gúmmí hnappar til að skipta út á þínu borði og þekja rétt undir hálft 65% lyklaborð og gefa því einstakt tvískipt útlit. Nýju Ducky útskipti hnapparnir koma í 3 mismunandi litum og eru hver öðrum fallegri.🔄